Fótbolti

Stjóri Guðlaugs Victors rekinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðlaugur Viktor Pálsson í leik með 21 árs landsliðinu á móti Englandi.
Guðlaugur Viktor Pálsson í leik með 21 árs landsliðinu á móti Englandi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Colin Calderwood, stjóri skoska liðsins Hibernian, var í gær rekinn út starfi en liðið hafði aðeins unnið 12 af 49 leikjum sínum undir hans stjórn og tapaði 1-0 á heimavelli á móti Dunfermline um helgina.

Guðlaugur Viktor Pálsson skrifaði undir 18 mánaða samning við Hibernian í lok janúar síðastliðinn. Hann hefur byrjað á bekknum í síðustu þremur leikjum eftir að hafa verið í byrjunarliðinu í fyrstu 11 umferðunun.

Guðlaugur Viktor kom ekkert við sögu í tapinu á móti Dunfermline um helgina og hafði aðeins spilað í samtals fimmtán mínútur í tveimur leikjum þar á undan.

Calderwood er 46 ára gamall og varð aðstoðarstjóri Chris Hughton hjá  Newcastle United áður en hann gerði þriggja ára samning við Hibs í október 2010.

Calderwood er fyrrum skoskur landsliðsmiðvörður sem spilað meðal annars fyrir lið Tottenham og Aston Villa á sínum tíma.

Calderwood er einn af sjö fastráðnum þjálfurum Hib á síðustu tíu árum en þeir fjórir síðustu hafa allir setið styttra en tvö ár í stólnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×