Fótbolti

Settu alla leikmenn liðsins á sölulista

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Jimenez var settur á sölulista.
Raul Jimenez var settur á sölulista. Mynd/Nordic Photos/Getty
Forráðamenn eins stærsta félagsins í Mexíkó eru langt frá því að vera ánægðir með gengi síns liðs enda hefur lítið gengið hjá America-liðinu að undanförnu.

America er eitt af tveimur stóru félögunum í Mexíkó ásamt Guadalajara Chivas. Liðið endaði engu að síður í næstneðsta sæti í Apertura-bikarnum og vann aðeins 3 af 17 leikjum sínum.

„Stjórnin tók þá ákvörðun í dag eftir að hafa farið yfir frammistöðuna í þessari keppni að setja alla leikmenn liðsins á sölulista," stóð í yfirlýsingu frá félaginu.

„Liðið stóð engan vegin undir væntingum og við verðum að biðja alla okkar stuðningsmenn afsökunnar á frammistöðunni. Við lofum því að vinna ötullega að því að laga ástandið sem fyrst," sagði ennfremur í umræddri yfirlýsingu.

Þjálfarinn Alfredo Tena var þegar búinn að gefa út þá yfirlýsingu að helmingur leikmannahópsins í næsta móti kæmi úr unglingaliði félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×