Fótbolti

Neymar framlengdi við Santos til 2014

Það verður ekkert af því að Brasilíumaðurinn Neymar fari til Spánar í janúar því hann skrifaði undir nýjan samning við Santos í dag.

"Neymar er hæstánægður með að vera í herbúðum Santos til ársins 2014. Eftir það mun hann líklega reyna fyrir sér annars staðar," sagði umboðsmaður Neymar í dag.

Ungstirnið mun hækka verulega í launum á nýja samningnum og það mun kosta félög 45 milljónir evra að losa hann undan samningi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×