Stolnu Rolex-úrin líklega sett í sölu 28. október 2011 15:06 Frank Michelsen úrsmiður „Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
„Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira