Geir H. Haarde kampakátur með niðurstöðu Hæstaréttar 28. október 2011 20:47 Geir H. Haarde á landsfundi Sjálfstæðismanna. „Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér. Landsdómur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Ég er það auðvitað, þótt ég hafi alltaf talið mig vita að þessi löggjöf væri bæði rétt, nauðsynleg og lögleg," svarar Geir H. Haarde, þegar hann var spurður í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag hvort hann væri ekki kampakátur með að neyðarlögin hefðu haldið í Hæstarétti í dag. Geir var forsætisráðherra þegar lögin voru samþykkt, en sama dag og þau voru lögð fyrir þingið hélt hann eftiminnilega ræðu í sjónvarpinu sem hefur oft verið nefnd. „Guð blessi Ísland ræðan". „Það er svo athyglisvert að Steingrímur [J. Sigfússon] hrósi sigri yfir þessu en Vinstri grænir voru eini flokkurinn sem vildu ekki styðja neyðarlagafrumvarpið," sagði Geir en Vinstri grænir gerðu meðal annars athugasemdir við FME í lögunum. Geir segir að ákvörðunin á sínum tíma hafi verið erfið. Hann hafi þó talið lögin hefðu tryggt þjóðarhagsmuni og stöðu innistæðueigenda hér á landi. „Og við lentum ekki í sama vanda og aðrir þjóðir í Evrópu sem tóku rangar ákvarðanir á svipuðum tíma og ákvörðunin um neyðarlögin var tekin," sagði Geir. Geir segir niðurstöðuna í Hæstarétti í dag ekki hafa bein áhrif á vörn hans fyrir Landsdómi, en aðalmeðferð fer fram í málinu í mars á næsta ári. „En þetta hangir auðvitað saman," segir Geir. Að sögn Geirs er skömm þeirra sem samþykktu á Alþingi að vísa máli hans til Landsdóms, mikil. Hann segir suma líkja stöðu hans við stofufangelsi, þá ekki síst í ljósi þess að kollegar Geirs í ríkisstjórninni sem var við völd þegar allt hrundi, eru komin í toppstörf úti í heimi. Þannig er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir komin í starf yfirmanns UN Woman í Afganistan og Árni Matthiesen er aðstoðarframkvæmdastjóri matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), í Róm. Geir segist þó líða ágætlega á hliðarlínunni þar sem hann undirbýr nú vörn sína. Hægt er að lesa viðtalið við Geir hér.
Landsdómur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira