Fótbolti

Ef Torres stendur sig ekki verður hann ekki í landsliðinu

Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur sent framherjanum Fernando Torres skýr skilaboð um að hann þurfi að standa sig hjá Chelsea ef hann ætli að komast í landsliðið.

Torres hefur gengið afar illa að skora síðan hann kom til Chelsea frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda.

"Það nýtur enginn leikmaður einhverra forréttinda. Það sitja allir við sama borð. Torres hefur alltaf staðið sig vel með landsliðinu en hann þarf að standa sig með félagsliði sínu til þess að halda sæti sínu í landsliðinu," sagði Del Bosque.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×