Fótbolti

Þýskaland hefur aldrei áður átt eins hæfileikaríka leikmenn

Klopp með ungstirninu, Mario Götze.
Klopp með ungstirninu, Mario Götze.
Jurgen Klopp, þjálfari Þýskalandsmeistara Dortmund, segir að þýska landsliðið hafi aldrei átt eins marga hæfileikaríka leikmenn og segir að það verði erfitt fyrir landsliðsþjálfarann, Joachim Löw, að velja í landsliðið fyrir EM.

"Þetta er brjálæði. Þýskaland hefur aldrei átt svona marga góða leikmenn áður. Það er til endalaust af góðum, ungum leikmönnum. Það verður ekki auðvelt að vera Löw," sagði Klopp.

"Þýskaland er eitt sigurstranglegasta liðið fyrir EM. Það lið sem ætlar að vinna EM þarf að komast í gegn þýska liðið og það verður ekki auðvelt. Það er okkar að leggja Spánverja af velli."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×