Íslenski boltinn

Ásmundur samdi við Fylki: Spennandi verkefni og spennandi klúbbur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ásmundur Arnarsson, var í dag ráðinn nýr þjálfari Fylkis í Pepsi-deild karla en hann skrifaði undir þriggja ára samning. Arnar Björnsson talaði við Ásmund í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

„Það var ekki langur aðdragandi að þessu og ég hef verið að vinna heilshugar að mínu verkefni í Grafarvoginum eins og mörg undanfarin ár. Þetta tók snöggt af," sagði Ásmundur.

„Þetta er spennandi verkefni því annars hefði ég ekki tekið þetta skref. Ég kveð Fjölni með söknuði sem og allt það góða fólk sem ég hef starfað með undanfarin ár," sagði Ásmundur en hann var búinn að þjálfa Fjölni í sjö ár.

„Mér fannst þetta það spennandi verkefni og Fylkir það spennandi klúbbur að ég taldi rétt að taka skrefið núna," sagði Ásmundur en hvað ætlar hann að vera lengi í Árbænum?

„Er ekki meðaltali sjö ár. Við sjáum bara til," sagði Ásmundur í léttum tón.

„Það voru fleiri lið ekkert alvarlega inn í myndinni því ég hef bara verið að einbeita mér að Fjölni þangað til að þetta kom upp," sagði Ásmundur.

„Það er of snemmt að tala um einhver markmið fyrir næsta ár en meginmarkmiðið verður að halda þeim leikmönnum sem nú eru á lausu og reyna síðan að byggja eitthvað í kringum þá," sagði Ásmundur en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×