Fótbolti

Svíar komust á EM eftir 3-2 sigur á Hollendingum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sebastian Larsson, Kim Kallstrom og Mikael Lustig fagna í kvöld.
Sebastian Larsson, Kim Kallstrom og Mikael Lustig fagna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Svíar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM í fótbolta næsta sumar með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum í Stokkhólmi í kvöld. Hollendingar voru búnir að tryggja sér sigur í riðlinum og sæti á EM en sigur Svía í kvöld þýðir að Svíþjóð er með bestan árangur þeirra þjóða sem enduðu í 2. sæti í riðlinum níu.

Holland var búið að vinna níu fyrstu leiki sína í undankeppninni en Svíar létu það ekki stoppa sig í kvöld.

Kim Källström kom Svíum í 1-0 eftir fjórtán mínútur en Klaas-Jan Huntelaar jafnaði leikinn á 23. mínútu. Dirk Kuyt kom Hollandi í 2-1 á 50. mínútu en Svíar svöruðu með tveimur mörkum á tveimur mínútum.

Það fyrra skoraði Sebastian Larsson á 52. mínútu og það síðara skoraði Ola Toivonen mínútu síðar.  

Svíar léku þennan leik án stórstjörnunnar Zlatan Ibrahimović en liðið hélt því áfram þeirri hefð sinni að vinna leiki án hans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×