Fótbolti

Sörensen: Sáum ekki mikið af tveimur af bestu vængmönnum heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Portúgalir ganga hér niðurlútir af velli í kvöld.
Portúgalir ganga hér niðurlútir af velli í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Thomas Sörensen, markvörður og fyrirliði danska landsliðsins, var að sjálfsögðu í skýjunum eftir 2-1 sigur Dana á Portúgölum á Parken í kvöld. Danir tryggðu sér sigur í riðlinum og sæti í úrsltakeppni EM næsts sumar.

„Við vorum að mæta tveimur af bestu vængmönnum í heimi en við sáum ekki mikið af þeim í þessum leik. Við erum stoltir strákarnir í danska landsliðinu þessa stundina," sagði Thomas Sörensen.

Thomas Sörensen var þarna að tala um þá Cristiano Ronaldo og Nani en hann átti þó ekkert svar við aukaspyrnu Ronaldo í uppbótartíma sem söng í marknetinu fyrir aftan hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×