Innlent

Tæp 90% telja ráðningu Páls Magnússonar óeðlilega

89 prósent þeirra landsmanna, sem tóku afstöðu, telja að óeðlilega hafi verið staðið að ráðningu Páls Magnússonar bæjarritara Kópavogsbæjar í stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Þetta er niðurstaða könnunar MMR sem náði til rúmlega 900 manns. Ellefu prósent þeirra sem tóku afstöðu töldu að rétt hafi verið staðið að málum, en í heildina tóku 60 prósent afstöðu til spurningarinnar.

Athygli vekur að þótt yfirgnæfandi meirihluti stjórnenda telji ráðninguna óeðlilega eru fleiri stjórnendur hlynntir henni en fólk úr öðrum stéttum.

Það var DV-bloggarinn Teitur Atlason sem keypti spurninguna um Pál Magnússon hjá MMR.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×