Fótbolti

Anzhi er ekki búið að ræða við Capello

Samkvæmt heimildum Sky-fréttastofunnar þá hafa forráðamenn rússneska liðsins Anzhi ekki haft samband við Fabio Capello, landsliðsþjálfara Englands.

Anzhi er orðað við annan hvern knattspyrnumann í heiminum þessa dagana og núna einnig sterka þjálfara eins og Capello.

Blaðamenn virðast reyndar vera farnir að fara fram úr sér í fréttaflutningi af Anzhi og samkvæmt þjálfara liðsins, Roberto Carlos, skálda þeir heilu og hálfu fréttirnar. Carlos er því hættur að tala við blaðamenn.

Carlos er tímabundið þjálfari liðsins en hann hefur áhuga á að sanna sig sem þjálfari.

Capello hættir hjá enska landsliðinu eftir EM næsta sumar og verður líkast til efirsóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×