Fótbolti

Vidic klúðraði víti og er líklega hættur í landsliðinu

Ekki er víst að Vidic fari aftur í þennan búning.
Ekki er víst að Vidic fari aftur í þennan búning.
Serbinn Nemanja Vidic var miður sín í gær eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í 1-0 tapi Serba gegn Slóveníu. Ef hann hefði skorað úr spyrnunni hefði Serbía komist í umspilið. Vidic íhugar núna að hætta í landsliðin.

"Ég tók á mig ábyrgðina og verð að lifa með afleiðingum þessa lélega vítis. Ef ég hefði skorað værum við í allt öðrum málum," sagði Vidic.

"Ég mun aldrei ná því að spila í úrslitakeppni EM því það er of langt í næstu keppni."

Ef hann hættir í landsliðinu verður Sir Alex Ferguson í það minnsta ánægður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×