Fótbolti

Leikmaður Palmeiras laminn af eigin stuðningsmönnum

Vitor er hér þjáður eftir árás í leik.
Vitor er hér þjáður eftir árás í leik.
Miðjumaður brasilíska liðsins Palmeiras, Joao Vitor, lenti í þeirra óskemmtilegu reynslu að vera laminn í spað af stuðningsmönnum félagsins fyrir utan heimavöll liðsins.

Vitor skellti sér í búningabúð félagsins á vellinum og þegar hann kom út beið hópur af stuðningsmönnum eftir honum sem börðu hann illilega.

Leikmaðurinn var þar með vinum sínum. Er hann kom út úr búðinni lenti hann i rifrildi við stuðningsmennina sem eru allt annað en sáttir við gengi liðsins upp á síðkastið.

Fjölmargir hafa fordæmt þessa hegðun og þar á meðal einn besti knattspyrnumaður allra tíma, Ronaldo.

"Þetta er algjörlega glórulaust. Ég er brjálaður yfir þessari árás. Þar sem enginn hefur verið handtekinn er ljóst að árásum á leikmenn mun ekki linna," sagði Ronaldo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×