Fótbolti

Bale: Við ætlum á HM 2014

Bale og Ramsey fagna.
Bale og Ramsey fagna.
Velski vængmaðurinn Gareth Bale er á því að Wales sé með nógu sterkt lið til þess að komast á lokakeppni HM í Brasilíu árið 2014.

Wales hefur ekki gert merkilega hluti í alþjóðaboltanum hingað til en síðustu leikir undir stjórn Gary Speed hafa gefið til kynna að bjartari tímar gætu verið í vændum.

"HM 2014 er okkar markmið. Við erum með leikmennina til þess að komast þangað. Við teljum okkar hafa lið sem getur komist á HM," sagði Bale sem er stærsta stjarna liðsis ásamt Aaron Ramsey, leikmanni Arsenal.

"Þetta snýst annars ekki um einstaklingana heldur liðsheildina. Við erum ekki stór þjóð og því þurfa allir að leggja sitt af mörkum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×