Fótbolti

Beckham: Rooney á að fara með á EM

Beckham í þjálfarateymi Englands á HM.
Beckham í þjálfarateymi Englands á HM.
David Beckham hefur bæst í hóp þeirra manna sem segja að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, eigi að taka Wayne Rooney með EM þó svo Rooney verði í banni alla riðlakeppnina.

"Það kom mér mjög á óvart að hann skyldi fá þriggja leikja bann. Venjulega fá menn einn til tvo leiki fyrir svona brot þannig að lengd bannsins kom mér á óvart," sagði Beckham.

"Wayne hefur verið í frábæru formi og enska liðið mun sakna hans gríðarlega. Það eru mikil vonbrigði að missa hann í þetta bann.

"Mér finnst samt að Wayne eigi að fara með út. Hann er einn af bestu framherjum heims og England ætti að geta notað hann komist það upp úr riðlinum," sagði Beckham sem aðstoðaði Capello á HM 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×