Íslenski boltinn

Framarar fögnuðu Pepsi-deildar sætinu með kökuáti - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kakan á leiðinni inn í klefa.
Kakan á leiðinni inn í klefa. Mynd/Daníel
Framarar kórónuðu upprisuna með 2-1 sigri á Víkingum í lokaumferð Pepsi-deildar karla á laugardaginn. Fram vann fimm af síðustu sjö leikjum sínum í sumar og ekkert félag náði í fleiri stig á sama tíma.

Fram var aðeins með átta stig eftir fimmtán leiki og átta stigum frá öruggu sæti. Þorvaldi Örlygssyni, þjálfara liðsins, tókst að rífa liðið upp og þetta björgunarafrek hans kemst á blað með þeim allra merkilegustu í sögu íslenskrar knattspyrnu.

Arnar Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið út víti en Arnar skoraði því sigurmarkið í tveimur leikjum á lokasprettinum. Arnar sem er 38 ára gamall skoraði 7 mörk í 14 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Framarar fögnuðu úrvalsdeildarsætinu með kökuáti eins og sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan. Daníel Rúnarsson mætti á Laugardalsvöllinn og náði þessum skemmtilegum myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×