Ólafur Örn: Þetta var fyrsta færið mitt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2011 22:15 Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var hetja liðsins í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigri Grindavíkur út í Eyjum. Markið kom á 80. mínútu leiksins en fram að því voru Grindvíkingar að falla úr deildinni. Grindvíkingar björguðu sér hinsvegar með frábærum sigri og það kom í hlut Þórsara að falla úr deildinni. „Þetta var fyrsta færið mitt í sumar þannig að það var ágætt að skora úr þessu. Mér var svo sem sama hver skoraði eða hvenær markið kæmi bara ef við gætum landað sigri. Það var frábært að gera það á móti góðu liði við erfiðar aðstæður. Ég var ánægður með baráttuna og viljan í mönnum," sagði Ólafur Örn Bjarnason í viðtali í Pepsi-mörkunum í gær. „Á meðan staðan er 0-0 er alltaf möguleiki að stela sigri og við náðum að pota inn einu þegar tíu mínútur voru eftir. Við ætluðum síðan að verja það eins og við gátum og við gerðum það. Þeir voru betri í leiknum en þeir lágu samt ekki neinum dauðafærum. Menn misstu aldrei trúna á meðan staðan var 0-0. Um leið og við skoruðum markið þá kom aukakraftur í menn og sem betur fer lönduðu við sigrinum," sagði Ólafur Örn. Grindvíkurliðið kom á fimmtudag til Vestmannaeyja og undirbjó sig vel fyrir leikinn. „Menn breyttu þessu í jákvæðan undirbúning. Við vorum mikið saman á flottu hóteli og það var ekki hægt að kvarta yfir því. Aðalatriðið var að menn höfðu trú á því að það var hægt að gera þetta. Við sögðum það fyrir leikinn að það skipti engu máli þótt að markið kæmi undir lokin því á meðan staðan er 0-0 þá var þetta hægt og okkur tókst þetta," sagði Ólafur Örn. „Við gátum hætt að hugsa um allt tímabilið því þetta var bara einn leikur sem skipti öllu máli. Það var allt eða ekkert í þessum leik og vitum það í bikarleikjum og öðru þegar það er einn leikur sem þú setur fókus á að þá skiptir ekki öllu máli hver staðan er í deildinni heldur hversu mikið menn vilja þetta. Mér fannst við vilja þetta meira í dag og er mjög ánægður með það," sagði Ólafur sem vildi ekki gefa það upp hvort að hann yrði áfram með Grindavíkurliðið. Það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var hetja liðsins í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigri Grindavíkur út í Eyjum. Markið kom á 80. mínútu leiksins en fram að því voru Grindvíkingar að falla úr deildinni. Grindvíkingar björguðu sér hinsvegar með frábærum sigri og það kom í hlut Þórsara að falla úr deildinni. „Þetta var fyrsta færið mitt í sumar þannig að það var ágætt að skora úr þessu. Mér var svo sem sama hver skoraði eða hvenær markið kæmi bara ef við gætum landað sigri. Það var frábært að gera það á móti góðu liði við erfiðar aðstæður. Ég var ánægður með baráttuna og viljan í mönnum," sagði Ólafur Örn Bjarnason í viðtali í Pepsi-mörkunum í gær. „Á meðan staðan er 0-0 er alltaf möguleiki að stela sigri og við náðum að pota inn einu þegar tíu mínútur voru eftir. Við ætluðum síðan að verja það eins og við gátum og við gerðum það. Þeir voru betri í leiknum en þeir lágu samt ekki neinum dauðafærum. Menn misstu aldrei trúna á meðan staðan var 0-0. Um leið og við skoruðum markið þá kom aukakraftur í menn og sem betur fer lönduðu við sigrinum," sagði Ólafur Örn. Grindvíkurliðið kom á fimmtudag til Vestmannaeyja og undirbjó sig vel fyrir leikinn. „Menn breyttu þessu í jákvæðan undirbúning. Við vorum mikið saman á flottu hóteli og það var ekki hægt að kvarta yfir því. Aðalatriðið var að menn höfðu trú á því að það var hægt að gera þetta. Við sögðum það fyrir leikinn að það skipti engu máli þótt að markið kæmi undir lokin því á meðan staðan er 0-0 þá var þetta hægt og okkur tókst þetta," sagði Ólafur Örn. „Við gátum hætt að hugsa um allt tímabilið því þetta var bara einn leikur sem skipti öllu máli. Það var allt eða ekkert í þessum leik og vitum það í bikarleikjum og öðru þegar það er einn leikur sem þú setur fókus á að þá skiptir ekki öllu máli hver staðan er í deildinni heldur hversu mikið menn vilja þetta. Mér fannst við vilja þetta meira í dag og er mjög ánægður með það," sagði Ólafur sem vildi ekki gefa það upp hvort að hann yrði áfram með Grindavíkurliðið. Það má sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind með tvö á Króknum Í beinni: FHL - Þór/KA | Hallarliðin mætast Í beinni: Valur - Þróttur | Katie gegn liðinu sem kaus að sleppa henni Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn