Fótbolti

Bin Hammam tókst ekki að bola eftirmanni sínum úr starfi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Mohamed bin Hammam tókst ekki að endurheimta stöðu sína sem forseti Knattspyrnusambands Asíu eftir að hann tapaði máli sínu fyrir íþróttadómstólnum í Lousanne.

Bin Hammam var settur úr starfinu og vikið frá öllum störfum tengdum knattspyrnu af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, vegna spillingar og mútustarfssemi. Bin Hammam mun hafa reynt að kaupa sér atkvæði í forsetakjöri FIFA fyrr á þessu ári.

Kínverjinn Zhang Jilong var skipaður forseti Asíusambandsins eftir að Bin Hammam var settur af og kærði sá síðarnefndi þá ákvörðun til íþróttadómstólsins. Sagði hann að skipanin bryti í bága við lög sambandsins.

Bin Hammam hefur einnig kært ákvörðun FIFA um að útiloka sig frá knattspyrnuíþróttinni til íþróttadómstólsins og verður það mál væntanlega tekið fyrir innan tíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×