Jóhann Helgi kippti sér sjálfum í axlarlið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2011 14:15 Það vakti óneitanlega athygli í leik Keflavíkur og Þórs um helgina þegar að sóknarmaðurinn Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kippti sér sjálfum í axlarlið í miðjum leik. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan en þar má sjá hvernig hann fær aðstoð Guðjóns Árna Antoníussonar, leikmanns Keflavíkur. Sjálfur segir hann í viðtali við Vísi í dag að sér hafi ekki orðið mein af þessu. „Eftir að ég fór aftur í liðinn var þetta í lagi. Þetta var þó vissulega mjög vont á meðan þessu stóð," sagði Jóhann Helgi. „Það var bara það mikið undir í þessum leik að ég fór ekkert að væla undan þessu - enda engin andskotans kona," sagði hann í léttum dúr og vísaði þar með í atvik á KR-vellinum í sumar þegar hann sendi leikmanni KR tóninn. Það atvik má einnig sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. Jóhann Helgi segir að hann hafi fyrst lent í vandræðum með öxlina í síðasta leik á undan - gegn Breiðabliki. „Þá klemmdist ég á milli tveggja leikmanna og fann að það gerðist eitthvað skrýtið. Það er talið að ég hafi dottið úr axlarlið en bara hrokkið beint aftur í hann. Það var því ekkert vandamál." Þór féll úr úrvalsdeildinni um helgina en Jóhann Helgi ætlar að vera áfram. „Ég fer ekki frá liðinu þegar illa gengur," sagði hann en næst á dagskrá er leikur U-21 landsliðsins gegn Englandi á fimmtudagskvöldið. „Það væri gaman að fá að spila fyrir Íslands hönd. Ég hef ekki prófað það áður," sagði Jóhann Helgi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Það vakti óneitanlega athygli í leik Keflavíkur og Þórs um helgina þegar að sóknarmaðurinn Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kippti sér sjálfum í axlarlið í miðjum leik. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan en þar má sjá hvernig hann fær aðstoð Guðjóns Árna Antoníussonar, leikmanns Keflavíkur. Sjálfur segir hann í viðtali við Vísi í dag að sér hafi ekki orðið mein af þessu. „Eftir að ég fór aftur í liðinn var þetta í lagi. Þetta var þó vissulega mjög vont á meðan þessu stóð," sagði Jóhann Helgi. „Það var bara það mikið undir í þessum leik að ég fór ekkert að væla undan þessu - enda engin andskotans kona," sagði hann í léttum dúr og vísaði þar með í atvik á KR-vellinum í sumar þegar hann sendi leikmanni KR tóninn. Það atvik má einnig sjá í myndbandinu hér fyrir ofan. Jóhann Helgi segir að hann hafi fyrst lent í vandræðum með öxlina í síðasta leik á undan - gegn Breiðabliki. „Þá klemmdist ég á milli tveggja leikmanna og fann að það gerðist eitthvað skrýtið. Það er talið að ég hafi dottið úr axlarlið en bara hrokkið beint aftur í hann. Það var því ekkert vandamál." Þór féll úr úrvalsdeildinni um helgina en Jóhann Helgi ætlar að vera áfram. „Ég fer ekki frá liðinu þegar illa gengur," sagði hann en næst á dagskrá er leikur U-21 landsliðsins gegn Englandi á fimmtudagskvöldið. „Það væri gaman að fá að spila fyrir Íslands hönd. Ég hef ekki prófað það áður," sagði Jóhann Helgi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira