Íslenski boltinn

Baldur fer en Jóhann verður áfram í Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Þórhallsson í leik með Fylki fyrr í sumar.
Jóhann Þórhallsson í leik með Fylki fyrr í sumar. Mynd/HAG
Baldur Bett hefur ákveðið að hætta að spila knattspyrnu í efstu deild en Jóhann Þórhallsson mun taka slaginn áfram með Fylkismönnum í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Baldur hefur átt við meiðsli að stríða í sumar eftir að hafa misst af öllu síðasta tímabili á undan. Hann sagði við Fótbolta.net í dag að nú væri komið nóg.

„Ég er búinn að æfa fótbolta sex sinnum í viku síðan ég var sextán ára gamall og ég er ekki spenntur fyrir að spila áfram á næsta ári,“ sagði Baldur sem útilokar þó ekki að spila áfram í neðri deildunum.

Jóhann staðfesti við Vísi í dag að hann verði áfram hjá Fylki. „Ég er enn samningsbundinn og vil gera betur en ég gerði í sumar,“ sagði Jóhann sem skoraði sitt eina mark í sumar í 5-3 tapi gegn FH í lokaumferðinni.

„Þetta er búið að vera erfitt tímabil hjá okkur öllum í Árbænum en ég mun taka slaginn áfram.“

Albert Brynjar Ingason er samningslaus en á nú í viðræðum við forráðamenn Fylkis. Þá er félagið án þjálfara eftir á ákveðið var að semja ekki við Ólaf Þórðarson á ný. Ólafur er tekinn við liði Víkings sem féll í 1. deildina fyrr í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×