Íslenski boltinn

Daníel: Til í að skoða hvað sem er

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag valinn í úrvalslið Pepsi-deildar karla fyrir seinni hluta tímabilsins. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna en væri til í að prófa atvinnumennskuna eins og flestir íslenskir knattspyrnumenn.

„Ætli ég væri ekki helst til í að spila á Stamford Bridge," sagði hann og brosti. „En ég væri þó til í að skoða hvað sem er."

Stjarnan átti góðu gengi að fagna í sumar og var ekki langt frá því að tryggja sér Evrópusæti.

„Ég er sáttur við sumarið. Við hefðum fyrir fram verið ánægðir með fjórða sætið en á endanum vorum við nokkuð svekktir með að hafa ekki náð Evrópusæti," sagði Daníel en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Hann segir að gengið hafi eflt sjálfstraustið í sínum mönnum. „Kannski öllum nema Garðari - hann var búinn að toppa sig í þeirri deild," sagði Daníel í léttum dúr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×