Íslenski boltinn

Willum ekki áfram í Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins.

Willum tók við Keflavík fyrir tímabilið 2010 en þar áður var hann þjálfari hjá Val, KR, Haukum og Þrótti. Hann gerði bæði Val og KR að Íslandsmeisturum.

Keflavík var í fallbaráttu undir það síðasta í sumar en náði að bjarga sér með 2-1 sigri á Þór í lokaumferðinni.

Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um ástæður þess að samstarfi við Willum var ekki haldið áfram en sagði félagið stefna að því að ráða nýjan þjálfara fyrir helgi.

Eftir leikinn sagðist Willum í samtali við fjölmiðla hafa áhuga á að vera áfram í herbúðum Keflavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×