Willum vill halda áfram að þjálfa - ekki heyrt frá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2011 16:52 Willum hefur stýrt sínum síðasta leik í Keflavík. "Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. "Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað sérstaklega ósáttur við að fá ekki að halda áfram. Ég hefði alveg viljað halda áfram en þá þarf að ræða forsendur og álíka. Það fór aldrei svo langt að við ræddum slíka hluti. Þeir voru búnir að ákveða að skipta um þjálfara." Willum Þór segist skilja sáttur við Keflvíkinga en hann neitar því þó ekki að hann hafi þurft að vinna við erfiðar aðstæður. "Þetta var erfitt fyrir alla. Fjárhagslega erfitt og mikla mannabreytingar. Það er líka margt jákvætt sem hefur gerst. Margir ungir leikmenn hafa komið inn úr 2. flokki og voru alls tíu í leikmannahópnum. Ég skil því sáttur og geng nokkuð stoltur frá félaginu. Ég er ekki viss um að allir séu sammála því en það er eins og gengur." Willum Þór segist hafa mikinn áhuga á því að þjálfa áfram og vílar ekki fyrir sér að fara niður um deild ef því er að skipta. "Ég hef mikinn áhuga á að þjálfa áfram. Ég hef enn gaman af þessu og hef lofað mér því að ég hætti þegar ég missi ástríðuna fyrir fótboltanum. Ég hef áður farið niður um deild að þjálfa og get vel hugsað mér það aftur," sagði Willum en hann hefur ekki fengið nein símtöl um önnur störf. Hann hefur í nokkurn tíma verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en Willum segist ekkert hafa heyrt frá KSÍ sem er í viðræðum við Lars Lagerback. "KSÍ ætlar ekki að vera með Futsal-landslið í vetur þannig að ég heyri ekkert frá þeim," sagði Willum léttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
"Þeir kölluðu mig á fund til Keflavíkur þar sem mér var tjáð að þeir ætluðu sér að róa á önnur mið. Þetta var heiðarlega gert hjá góðum mönnum sem standa að deildinni í Keflavík," sagði Willum Þór Þórsson við Vísi en Keflvíkingar tilkynntu í dag að þeir ætluðu sér ekki að semja við Willum á nýjan leik. "Ég get ekki sagt að ég sé eitthvað sérstaklega ósáttur við að fá ekki að halda áfram. Ég hefði alveg viljað halda áfram en þá þarf að ræða forsendur og álíka. Það fór aldrei svo langt að við ræddum slíka hluti. Þeir voru búnir að ákveða að skipta um þjálfara." Willum Þór segist skilja sáttur við Keflvíkinga en hann neitar því þó ekki að hann hafi þurft að vinna við erfiðar aðstæður. "Þetta var erfitt fyrir alla. Fjárhagslega erfitt og mikla mannabreytingar. Það er líka margt jákvætt sem hefur gerst. Margir ungir leikmenn hafa komið inn úr 2. flokki og voru alls tíu í leikmannahópnum. Ég skil því sáttur og geng nokkuð stoltur frá félaginu. Ég er ekki viss um að allir séu sammála því en það er eins og gengur." Willum Þór segist hafa mikinn áhuga á því að þjálfa áfram og vílar ekki fyrir sér að fara niður um deild ef því er að skipta. "Ég hef mikinn áhuga á að þjálfa áfram. Ég hef enn gaman af þessu og hef lofað mér því að ég hætti þegar ég missi ástríðuna fyrir fótboltanum. Ég hef áður farið niður um deild að þjálfa og get vel hugsað mér það aftur," sagði Willum en hann hefur ekki fengið nein símtöl um önnur störf. Hann hefur í nokkurn tíma verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið en Willum segist ekkert hafa heyrt frá KSÍ sem er í viðræðum við Lars Lagerback. "KSÍ ætlar ekki að vera með Futsal-landslið í vetur þannig að ég heyri ekkert frá þeim," sagði Willum léttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15 Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu Enski boltinn Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Willum ekki áfram í Keflavík Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur birt tilkynningu þess efnis að ákveðið var að endurnýja ekki samning Willums Þórs Þórssonar, þjálfara liðsins. 4. október 2011 16:15