Íslenski boltinn

Zoran í viðræðum við Keflavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zoran ásamt syni sínum, Bojan Stefáni, sem leikur með Keflavíkurliðinu.
Zoran ásamt syni sínum, Bojan Stefáni, sem leikur með Keflavíkurliðinu.
Það bendir flest til þess að Zoran Daníel Ljubicic muni taka við karlaliði Keflavíkur af Willum Þór Þórssyni. Zoran staðfestir við Víkurfréttir í kvöld að hann sé í viðræðum við Keflvíkinga.

Zoran hefur verið þjálfari 2. flokks Keflavíkur og gerði liðið að bikarmeisturum um daginn.

„Þetta er auðvitað mikil áskorun og ef að ég verð ráðinn þá verða menn að vera þolinmóðir og sýna okkur stuðning. Ég vill hjálpa til og er með mikið og stórt Keflavíkurhjarta,“ sagði Zoran við Víkurfréttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×