Joorabchian: Tevez fékk ekki nógu góðan túlk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. október 2011 09:00 Carlos Tevez og Roberto Mancini ræða saman fyrr á leiktíðinni. Nordic Photos / Getty Images Kia Joorabchian, hinn skrautlegi umboðsmaður Carlos Tevez, segir að atvikið í kringum leik Manchester City og Bayern München sé öllum öðrum en Tevez sjálfum að kenna. Eftir leikinn staðhæfði Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, að Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður. Sjálfur bar Tevez við misskilningi í yfirlýsingu daginn eftir leik og nú hefur umboðsmaður hans tekið í sama streng. Tevez fór í viðtal við Sky Sports eftir leikinn í Þýskalandi þar sem hann sagði að hann hafi ekki spilað þar sem „hausinn var ekki á réttum stað.“ Þetta er í það minnsta það sem túlkurinn hans í viðtalinu sagði á þeim tíma. Það var reyndar ekki túlkur, heldur starfsmaður hjá City sem sjálfur talar portúgölsku. „Carlos talar ensku en bara ekki nógu vel til að geta verið í ítarlegu viðtali. Bæði spurningarnar sem Carlos fékk sem og svörin sem hann veitti voru vitlaust þýdd á meðan viðtalinu stóð,“ sagði Joorabchian við enska fjölmiðla í gær. „Það má gagnrýna hann fyrir ýmislegt en ekki fyrir að vilja ekki spila. Hann hefur margoft fengið sprautur svo hann geti spilað leiki, jafnvel gegn læknisráði.“ En ekkert breytir þó viðbrögðum Roberto Mancini eftir leikinn en þau voru afar harkaleg og afdráttarlaus. Mancini sagði að Tevez væri búinn að vera í sínum augum. Joorabchian gaf í skyn í gær að viðbrögð Mancini og Manchester City við þessu máli hafi ekki verið góð. „Við höfum séð álíka mál í allt sumar. (Cesc) Fabregas, (Samir) Nasri og (Luka) Modric lögðu allir inn félagaskiptabeiðnir í sumar og neituðu þeir að bæði ferðast og spila leiki,“ sagði Joorabchian. „En knattspyrnustjórar þeirra tóku allt öðruvísi á þeim málum, rétt eins og félögin sjálf. Roberto er með sinn stjórnunarstíl og hann er mjög frábrugðinn þeim Alex Ferguson, Arsene Wenger eða jafnvel Carlo Ancelotti.“ „Þeir Carlos og Roberto verða að lifa með því hvernig þetta mál hefur þróast. Það verður að koma í ljós hvort þeir geti hreinsað loftið sín á milli.“ Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira
Kia Joorabchian, hinn skrautlegi umboðsmaður Carlos Tevez, segir að atvikið í kringum leik Manchester City og Bayern München sé öllum öðrum en Tevez sjálfum að kenna. Eftir leikinn staðhæfði Roberto Mancini, knattspyrnustjóri City, að Tevez hafi neitað að koma inn á sem varamaður. Sjálfur bar Tevez við misskilningi í yfirlýsingu daginn eftir leik og nú hefur umboðsmaður hans tekið í sama streng. Tevez fór í viðtal við Sky Sports eftir leikinn í Þýskalandi þar sem hann sagði að hann hafi ekki spilað þar sem „hausinn var ekki á réttum stað.“ Þetta er í það minnsta það sem túlkurinn hans í viðtalinu sagði á þeim tíma. Það var reyndar ekki túlkur, heldur starfsmaður hjá City sem sjálfur talar portúgölsku. „Carlos talar ensku en bara ekki nógu vel til að geta verið í ítarlegu viðtali. Bæði spurningarnar sem Carlos fékk sem og svörin sem hann veitti voru vitlaust þýdd á meðan viðtalinu stóð,“ sagði Joorabchian við enska fjölmiðla í gær. „Það má gagnrýna hann fyrir ýmislegt en ekki fyrir að vilja ekki spila. Hann hefur margoft fengið sprautur svo hann geti spilað leiki, jafnvel gegn læknisráði.“ En ekkert breytir þó viðbrögðum Roberto Mancini eftir leikinn en þau voru afar harkaleg og afdráttarlaus. Mancini sagði að Tevez væri búinn að vera í sínum augum. Joorabchian gaf í skyn í gær að viðbrögð Mancini og Manchester City við þessu máli hafi ekki verið góð. „Við höfum séð álíka mál í allt sumar. (Cesc) Fabregas, (Samir) Nasri og (Luka) Modric lögðu allir inn félagaskiptabeiðnir í sumar og neituðu þeir að bæði ferðast og spila leiki,“ sagði Joorabchian. „En knattspyrnustjórar þeirra tóku allt öðruvísi á þeim málum, rétt eins og félögin sjálf. Roberto er með sinn stjórnunarstíl og hann er mjög frábrugðinn þeim Alex Ferguson, Arsene Wenger eða jafnvel Carlo Ancelotti.“ „Þeir Carlos og Roberto verða að lifa með því hvernig þetta mál hefur þróast. Það verður að koma í ljós hvort þeir geti hreinsað loftið sín á milli.“
Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Í beinni: Bosnía - Ísland | Heldur flugið áfram í Sarajevo? Handbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Sjá meira