Enski boltinn

Redknapp: Rafa verður að gera sitt eins og aðrir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Harry Redknapp hefur svarað þeim ummælum sem Rafael van der Vaart, leikmaður Tottenham, lét hafa eftir sér í enskum fjölmiðlum í gær.

Van der Vaart sagðist þá vera óánægður með að vera geymdur á hægri kantinum þar sem hann besta staða sér á miðjunni. Hann er líka ósáttur hversu oft hann er tekinn af velli í leikjum Tottenham.

„Já, það virðist vissulega vera vandamál. Rafa getur ekki hlaupið til baka á eftir bakverðinum," sagði Redknapp en van der Vaart sagði það hamla sér að þurfa að glíma við sóknarbakverði andstæðinganna þegar hann spilar á kantinum.

„Það er vissulega vandamál gegn betri liðunum. Hans besta staða er á miðjunni, fyrir aftan framherjann. Vandinn er hins vegar sá að þar spilar Jermain Defoe sem er að spila mjög, mjög vel í dag."

„Þetta er því ákvörðun sem ég verð að taka. Þetta snýst um að velja á milli Rafa og Jermain. Rafa er frábær knattspyrnumaður og býr yfir miklum hæfileikum. En þeir leikmenn sem eru í liðinu verða að sinna því sem þeir eiga að sinna. Svo einfalt er það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×