Fótbolti

Leikmaður Motherwell í haldi vegna spillingarmála

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jennings er hér til hægri.
Jennings er hér til hægri. Nordic Photos / Getty Images
Steve Jennings, leikmaður skoska úrvalsdeildarfélagsins Motherwell, var í gær handtekinn á heimili sínu þar sem hann er grunaður um að hafa tekið þátt í veðmálasvindli.

Átta aðrir hafa verið handteknir vegna rannsóknar lögreglunnar í Skotlandi sem beinist að veðmálastarfssemi í kringum leik Motherwell og Hearts þann 14. desember síðastliðinn.

Óeðlilega mikið var um veðmál um að leikmaður í leiknum yrði rekinn af velli og var Jennings rekinn af velli seint í leiknum fyrir grófa tæklingu og dónaleg ummæli í garð dómara leiksins.

Jennings er 26 ára gamall og kemur frá Liverpool en hann gekk til liðs við Motherwell fyrir tveimur árum síðan frá Tranmere. Hann neitar alfarið sök.

Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá Hearts en tók ekki þátt í umræddum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×