Enski boltinn

Jones byrjar mögulega á föstudaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danny Welbeck og Phil Jones.
Danny Welbeck og Phil Jones. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um leik Englands og Svartfjallalands í undankeppni EM 2012 á föstudaginn og telja líklegt að Phil Jones, leikmaður Manchester United, verði í byrjunarliði enska liðsins.

Jones kom til Manchester United í sumar og hefur staðið sig vel í haust. Hann var upphaflega valinn í U-21 lið Englands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld en var ásamt tveimur öðrum tekinn inn í A-landsliðið.

Jones myndi spila sem miðvörður við hlið John Terry fyrirliða. Talið er líklegt að Phil Jagielka, leikmaður Everton, spili sem hægri bakvörður í stað Chris Smalling sem á við meiðsli að stríða.

Gary Cahill, leikmaður Bolton, kemur einnig til greina í stöðu miðvarðar en vörn Bolton hefur þó alls ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og gæti það unnið gegn honum.

Frank Lampard hefur einnig staðið sig vel í síðustu leikjum og gæti byrjað á miðjunni ásamt Scott Parker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×