Fótbolti

Tvær skyndisóknir skiluðu Norðmönnum sigri í Aserbaídsjan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Óskar Andri
Norska 21 árs landsliðið vann 2-0 sigur í Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013 en þessi lið eru í sama riðli og Ísland sem mætir Englandi á Laugardalsvellinum seinna í kvöld. Norðmenn eru því með fullt hús á toppi riðilsins eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Íslandi á dögunum.

Markus Henriksen (21. mínúta) og Torgeir Borven (92. mínúta) skoruðu mörk norska liðins í þessum leik en bæði komu þau úr skyndisóknum eftir að heimamenn höfðu verið betri aðilinn.

Norðmenn mæta Englendingum í næsta leik sínum sem fer fram í Drammen á þriðjudaginn kemur.

Leikur Íslands og Englands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×