Fótbolti

Sara Björk skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni

Sara Björk.
Sara Björk.
Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir var í aðalhlutverki hjá LdB Malmö er liðið tryggði sér sæti í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu.

Sara Björk skoraði tvö marka Malmö í 5-0 sigri á Tavagnacco. Sara skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu og bætti svo fjórða marki Malmö við á 67. mínútu.

Tavagnacco vann fyrri leikinn 2-1 en tapaði rimmunni 6-2 samanlagt.

Þóra B. Helgadóttir stóð í marki Malmö og hafði mjög lítið að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×