Fjögur lið geta í kvöld tryggt sér sæti á EM 2012 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2011 14:15 Florent Malouda og félagar hans í franska landsliðinu geta tryggt sér sæti á EM í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Sex þjóðir af sextán hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 en í kvöld geta fjórar til viðbótar bæst í þann hóp en þá fara fjölmargir leikir fram í undankeppninni. England, Frakkland, Rússland og Króatía eiga öll möguleika á að fara áfram í kvöld með hagstæðum úrslitum í sínum riðlum. Það verður spilað víða í kvöld og spennan mikil á mörgum vígstöðum. Þýskaland varð fyrst þjóða til að tryggja sig áfram upp úr undankeppninni þann 2. september síaðstliðinn. Fjórum dögum síðar fylgdu Ítalía, Holland og Spánn en fyrir voru gestgjafar Úkraínu og Póllands vitanlega örugg með sín sæti í keppninni. Alls eru níu riðlar í undakeppninni og komast sigurvegarar hvers riðils beint áfram í úrslitakeppnina auk þess liðs sem nær bestum árangri þeirra liða sem lenda í öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir neðan verður farið yfir hvern riðil fyrir sig.A-riðill:Leikirnir 16.00 Aserbaídsjan - Austurríki 18.30 Tyrkland - Þýskaland 18.45 Belgía - KasakstanToppbaráttan: 1. Þýskaland 24 stig (+23 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Tyrkland 13 (+3) 3. Belgía 12 (+5) Hér stendur baráttan á milli Tyrklands og Belgíu um annað sætið. Tyrkir tryggja sér annað sætið í kvöld ef þeir ná betri úrslitum í sínum leik en Belgar.B-riðill:Leikirnir 15.00 Armenía - Makedónía 18.15 Slóvakía - Rússland 19.30 Andorra - ÍrlandToppbaráttan: 1. Rússland 17 stig (+6 í markatölu) 2. Írland 15 (+5) 3. Armenía 14 (+10) 4. Slóvakía 14 (-2) Þessi riðill er enn galopinn. Öll lið eru búin að spila jafn marga leiki. Lykilleikurinn í kvöld verður viðureign Slóvakíu og Rússlands. Rússar komast áfram í kvöld ef þeir vinna leikinn en þeir verða einnig að treysta á að Írlandi vinni ekki Andorra sem er nú ekkert sérstaklega líklegt. Rússar munu þó koma sér í góða stöðu með sigri í kvöld enda á liðið heimaleik gegn Andorra í lokaumferðinni. Sigri Slóvakar hins vegar í kvöld er útlit fyrir æsispennandi lokaumferð á þriðjudaginn næstkomandi.C-riðill:Leikirnir 18.45 Serbía - Ítalía 18.45 Norður-Írland - EistlandToppbaráttan: 1. Ítalía 22 stig (+15 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Serbía 14 (+2) 3. Eistland 13 (0) 4. Slóvenía 11 (+3) 5. Norður-Írland 9 (0)Serbar eru í bestu stöðunni til að tryggja sér annað sætið en til þess þurfa þeir að vinna Ítali í kvöld. Jafntefli dugar þeim ef Eistland vinnur ekki Norður-Írland í kvöld. Slóvenar sitja hjá í kvöld og eru því í verri stöðu en önnur lið. Ef Ítalir vinna Serba í kvöld má búast við mjög spennandi lokaumferð á þriðjudaginn næstkomkandi enda eiga í dag fjögur lið enn möguleika á að tryggja sér annað sætið.D-riðill:Leikirnir 18.00 Bosnía - Lúxemborg 18.30 Rúmenía - Hvíta-Rússland 19.00 Frakkland - AlbaníaToppbaráttan: 1. Frakkland 17 stig (+8 í markatölu) 2. Bosnía 16 (+4) 3. Rúmenía 12 (+4)Frakkar geta unnið riðilinn í kvöld með sigri á Albönum en þeir verða þá að treysta á að Lúxemborg hafi betur gegn Bosníu á útivelli. Líkur á því eru ekki miklar. Frökkum dugar þó jafntefli til að gulltryggja sér sæti í umspilinu. Bosníumenn geta einnig tryggt sér sæti í umspilinu með sigri á Lúxemborg.Rúmenía hangir á bláþræði í toppbaráttunni og mega alls ekki við því að tapa fyrir Hvít-Rússum í kvöld.E-riðill:Leikirnir 16.15 Finnland - Svíþjóð 18.30 Holland - MoldóvaToppbaráttan: 1. Holland 24 stig (+29 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Svíþjóð 18 (+18) 3. Ungverjaland 18 (+8)Hollendingar hafa sýnt fádæma yfirburði í riðlinum og unnið alla sína leiki með tæplega 30 marka mun. Þeir eru þó ekki búinn að vinna riðilinn en það er öruggt að hafni þeir á endanum í öðru sæti er árangurinn það góður að þeir komast áfram sem besta liðið í öðru sætinu.Svíar og Ungverjar eru jafnir að stigum en hafa ber þó í huga að Svíar eiga leik til góða. Sigur á Finnum tryggir Svíum sæti í umspilinu í kvöld. Ungverjar spila ekki í kvöld og verða því alfarið að treysta á sína finnsku tungumálsbræður.F-riðill:Leikirnir 17.00 Lettland - Malta 18.45 Grikkland - KróatíaToppbaráttan: 1. Króatía 19 stig (+11) 2. Grikkland 18 (+6) Hér er spennan mikil á milli tveggja liða sem munu einmitt mætast í kvöld. Króötum dugir sigur á Grikkjum í kvöld til að vinna riðilinn en bæði lið eru örugg um efstu tvö sætin.G-riðill:Leikirnir 18.45 Wales - Sviss 19.00 Svartfjallaland - EnglandToppbaráttan: 1. England 17 stig (+12 í markatölu) 2. Svartfjallaland 11 (+2) 3. Sviss 8 (+2)Englendingar vinna riðilinn nái þeir í stig í Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar eru þó í baráttu við Sviss um annað sæti riðilsins og munu því sjálfsagt selja sig dýrt í kvöld. Sviss verður að vinna í Wales til að halda þeirri baráttu opinni.H-riðill:Leikirnir 18.30 Kýpur - Danmörk 20.00 Portúgal - ÍslandToppbaráttan: 1. Portúgal 13 stig (+8 í markatölu) 2. Damörk 13 (+5) 3. Noregur 13 (+1) Hér er spennan mikil en Portúgal og Danir eiga leik til góða á Norðmenn sem eru í fríi í kvöld. Allt stefnir í úrslitaleik Portúgals og Danmerkur um toppsætið í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn og hefur því hvorugt lið efni á að misstíga sig í kvöld.I-riðill:Leikirnir: 18.45 Tékkland - Spánn Á morgun Liechtentein - SkotlandToppbaráttan: 1. Spánn 18 stig (+16 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Tékkland 10 (+3) 3. Skotland 8 (0)Spánverjar hafa unnið alla leiki sína í riðlinum og eru komnir áfram. Tékkar munu tryggja sér annað sætið í riðlinum með sigri á Spánverjum en verða þá að treysta á að Skotar vinni ekki í Liechtenstein. Ef Spánverjar vinna í kvöld eiga Skotar því möguleika á að koma sér upp í annað sæti riðilsins á morgun. En það skal tekið fram að Skotar eiga útileik gegn Spáni í lokaumferðinni á þriðjudaginn og því ljóst að líkurnar á að Tékkar, sem mæta Litháum á útivelli í lokaumferðinni, fari á endanum áfram í umspilið. Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
Sex þjóðir af sextán hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM 2016 en í kvöld geta fjórar til viðbótar bæst í þann hóp en þá fara fjölmargir leikir fram í undankeppninni. England, Frakkland, Rússland og Króatía eiga öll möguleika á að fara áfram í kvöld með hagstæðum úrslitum í sínum riðlum. Það verður spilað víða í kvöld og spennan mikil á mörgum vígstöðum. Þýskaland varð fyrst þjóða til að tryggja sig áfram upp úr undankeppninni þann 2. september síaðstliðinn. Fjórum dögum síðar fylgdu Ítalía, Holland og Spánn en fyrir voru gestgjafar Úkraínu og Póllands vitanlega örugg með sín sæti í keppninni. Alls eru níu riðlar í undakeppninni og komast sigurvegarar hvers riðils beint áfram í úrslitakeppnina auk þess liðs sem nær bestum árangri þeirra liða sem lenda í öðru sæti sinna riðla. Hér fyrir neðan verður farið yfir hvern riðil fyrir sig.A-riðill:Leikirnir 16.00 Aserbaídsjan - Austurríki 18.30 Tyrkland - Þýskaland 18.45 Belgía - KasakstanToppbaráttan: 1. Þýskaland 24 stig (+23 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Tyrkland 13 (+3) 3. Belgía 12 (+5) Hér stendur baráttan á milli Tyrklands og Belgíu um annað sætið. Tyrkir tryggja sér annað sætið í kvöld ef þeir ná betri úrslitum í sínum leik en Belgar.B-riðill:Leikirnir 15.00 Armenía - Makedónía 18.15 Slóvakía - Rússland 19.30 Andorra - ÍrlandToppbaráttan: 1. Rússland 17 stig (+6 í markatölu) 2. Írland 15 (+5) 3. Armenía 14 (+10) 4. Slóvakía 14 (-2) Þessi riðill er enn galopinn. Öll lið eru búin að spila jafn marga leiki. Lykilleikurinn í kvöld verður viðureign Slóvakíu og Rússlands. Rússar komast áfram í kvöld ef þeir vinna leikinn en þeir verða einnig að treysta á að Írlandi vinni ekki Andorra sem er nú ekkert sérstaklega líklegt. Rússar munu þó koma sér í góða stöðu með sigri í kvöld enda á liðið heimaleik gegn Andorra í lokaumferðinni. Sigri Slóvakar hins vegar í kvöld er útlit fyrir æsispennandi lokaumferð á þriðjudaginn næstkomandi.C-riðill:Leikirnir 18.45 Serbía - Ítalía 18.45 Norður-Írland - EistlandToppbaráttan: 1. Ítalía 22 stig (+15 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Serbía 14 (+2) 3. Eistland 13 (0) 4. Slóvenía 11 (+3) 5. Norður-Írland 9 (0)Serbar eru í bestu stöðunni til að tryggja sér annað sætið en til þess þurfa þeir að vinna Ítali í kvöld. Jafntefli dugar þeim ef Eistland vinnur ekki Norður-Írland í kvöld. Slóvenar sitja hjá í kvöld og eru því í verri stöðu en önnur lið. Ef Ítalir vinna Serba í kvöld má búast við mjög spennandi lokaumferð á þriðjudaginn næstkomkandi enda eiga í dag fjögur lið enn möguleika á að tryggja sér annað sætið.D-riðill:Leikirnir 18.00 Bosnía - Lúxemborg 18.30 Rúmenía - Hvíta-Rússland 19.00 Frakkland - AlbaníaToppbaráttan: 1. Frakkland 17 stig (+8 í markatölu) 2. Bosnía 16 (+4) 3. Rúmenía 12 (+4)Frakkar geta unnið riðilinn í kvöld með sigri á Albönum en þeir verða þá að treysta á að Lúxemborg hafi betur gegn Bosníu á útivelli. Líkur á því eru ekki miklar. Frökkum dugar þó jafntefli til að gulltryggja sér sæti í umspilinu. Bosníumenn geta einnig tryggt sér sæti í umspilinu með sigri á Lúxemborg.Rúmenía hangir á bláþræði í toppbaráttunni og mega alls ekki við því að tapa fyrir Hvít-Rússum í kvöld.E-riðill:Leikirnir 16.15 Finnland - Svíþjóð 18.30 Holland - MoldóvaToppbaráttan: 1. Holland 24 stig (+29 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Svíþjóð 18 (+18) 3. Ungverjaland 18 (+8)Hollendingar hafa sýnt fádæma yfirburði í riðlinum og unnið alla sína leiki með tæplega 30 marka mun. Þeir eru þó ekki búinn að vinna riðilinn en það er öruggt að hafni þeir á endanum í öðru sæti er árangurinn það góður að þeir komast áfram sem besta liðið í öðru sætinu.Svíar og Ungverjar eru jafnir að stigum en hafa ber þó í huga að Svíar eiga leik til góða. Sigur á Finnum tryggir Svíum sæti í umspilinu í kvöld. Ungverjar spila ekki í kvöld og verða því alfarið að treysta á sína finnsku tungumálsbræður.F-riðill:Leikirnir 17.00 Lettland - Malta 18.45 Grikkland - KróatíaToppbaráttan: 1. Króatía 19 stig (+11) 2. Grikkland 18 (+6) Hér er spennan mikil á milli tveggja liða sem munu einmitt mætast í kvöld. Króötum dugir sigur á Grikkjum í kvöld til að vinna riðilinn en bæði lið eru örugg um efstu tvö sætin.G-riðill:Leikirnir 18.45 Wales - Sviss 19.00 Svartfjallaland - EnglandToppbaráttan: 1. England 17 stig (+12 í markatölu) 2. Svartfjallaland 11 (+2) 3. Sviss 8 (+2)Englendingar vinna riðilinn nái þeir í stig í Svartfjallalandi í kvöld. Svartfellingar eru þó í baráttu við Sviss um annað sæti riðilsins og munu því sjálfsagt selja sig dýrt í kvöld. Sviss verður að vinna í Wales til að halda þeirri baráttu opinni.H-riðill:Leikirnir 18.30 Kýpur - Danmörk 20.00 Portúgal - ÍslandToppbaráttan: 1. Portúgal 13 stig (+8 í markatölu) 2. Damörk 13 (+5) 3. Noregur 13 (+1) Hér er spennan mikil en Portúgal og Danir eiga leik til góða á Norðmenn sem eru í fríi í kvöld. Allt stefnir í úrslitaleik Portúgals og Danmerkur um toppsætið í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn og hefur því hvorugt lið efni á að misstíga sig í kvöld.I-riðill:Leikirnir: 18.45 Tékkland - Spánn Á morgun Liechtentein - SkotlandToppbaráttan: 1. Spánn 18 stig (+16 í markatölu) - KOMIÐ ÁFRAM 2. Tékkland 10 (+3) 3. Skotland 8 (0)Spánverjar hafa unnið alla leiki sína í riðlinum og eru komnir áfram. Tékkar munu tryggja sér annað sætið í riðlinum með sigri á Spánverjum en verða þá að treysta á að Skotar vinni ekki í Liechtenstein. Ef Spánverjar vinna í kvöld eiga Skotar því möguleika á að koma sér upp í annað sæti riðilsins á morgun. En það skal tekið fram að Skotar eiga útileik gegn Spáni í lokaumferðinni á þriðjudaginn og því ljóst að líkurnar á að Tékkar, sem mæta Litháum á útivelli í lokaumferðinni, fari á endanum áfram í umspilið.
Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira