Fótbolti

Sölvi Geir: Leyfði Aroni að ýta við mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen segir að það hafi verið skylda sín sem fyrirliði að leyfa Aroni Einari Gunnarssyni að taka aðeins á sér á æfingu íslenska landsliðsins í Portúgal.

Sölvi er fyriliði nú í fjarveru Hermanns Hreiðarssonar sem á við meiðsli að stríða. Ísland mætir Portúgal í kvöld klukkan 20.00 en í viðtali við Guðmund Benediktsson, íþróttafréttamann, lýsir Sölvi því hvernig hann leyfði Aroni Einari að þenja sig aðeins út á sinn kostnað.

„Eitt það fyrsta sem ég geri sem fyrirliði er að peppa menn upp og efla í þeim sjálfstrausti. Auðvitað leyfði ég honum því aðeins að ýta við mér og hann er allt annar maður í dag,“ sagði Sölvi í léttum dúr en útgáfu Arons Einars má sjá hér fyrir neðan.

„Ég er ber fyrirliðaband Íslands með miklu stolti,“ sagði Sölvi Geir. „Það væri snilld að ná stigi hérna af Portúgölum á þeirra heimavelli en við vitum líka að það verður mjög erfitt verkefni. En við erum klárir í þetta og munum geaf allt í þetta.“

Sölvi hrósar einnig liðsfélaga sínum hjá FCK í Danmörku, Ragnari Sigurðssyni, og ræðir um lífið í danska boltanum.


Tengdar fréttir

Aron Einar: Toppaði ferðina að taka Sölva

Aron Einar Gunnarsson sló á létta strengi í viðtali við Guðmund Benediktsson, íþróttafréttamann, í Portúgal í gær. Aron og félagar hans í íslenska landsliðinu mæta heimamönnum í undankeppni EM 2012 klukkan 20.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×