Fótbolti

Albiol kinnbeinsbrotnaði á æfingu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Raul Albiol, leikmaður Real Madrid og spænska landsliðsins, mun missa af leik Spánar og Skotlands á þriðjudaginn þar sem hann kinnbeinsbrotnaði á æfingu í dag.

Albiol lenti í samstuði við Osvar Celada á æfingunni og var fluttur á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann væri kinnbeinsbrotinn.

Albiol spilaði í vörn Spánar gegn Tékklandi á föstudagskvöldið er nú farinn aftur til Madrídar þar sem læknar Real Madrid munu taka við honum.

Carles Puyol mun líklega taka sér stöðu við hlið félaga síns hjá Barcelona, Gerard Pique, í vörn spænska liðsins gegn Skotlandi. Spánverjar hafa unnið alla leiki sína í undankeppninni og eru fyrir löngu búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM í Póllandi og Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×