Fótbolti

Del Bosque skilur ekkert í David Silva

David Silva.
David Silva.
Spænski landsliðsþjálfarinn Vicente del Bosque er allt annað en sáttur við ummæli David Silva sem sagði að hann myndi pottþétt fá fleiri tækifæri með landsliðinu ef hann spilaði með Barcelona eða Real Madrid.

"Sumir leikmenn gætu sagt nákvæmlega það sama en hafa ekki gert það. Sumir leikmenn verða aftur á móti fyrir utanaðkomandi áhrifum sem hafa slæm áhrif á þá," sagði Del Bosque um ummæli Silva.

Þjálfarinn segir þess utan að þeir sem ráðleggi Silva séu ekki að hjálpa honum mikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×