Fótbolti

Portúgal ekki með sitt sterkasta lið gegn Íslandi

Ronaldo er í portúgalska hópnum.
Ronaldo er í portúgalska hópnum.
Það er talsvert um meiðsli í leikmannahópi portúgalska landsliðsins um þessar mundir. Fjöldi fastamanna verður fjarri góðu gamni í leikjunum gegn Íslandi og Danmörku.

Real Madrid-strákarnir Pepe og Fabio Coentrao eru meiddir rétt eins og framherjinn Hugo Almeida. Þess utan er Ricardo Carvalho í eins árs leikbanni eftir að hafa yfirgefið herbúðir landsliðsins á dögunum.

Varnarmaðurinn Henrique Sereno hjá Köln hefur verið valinn í landsliðið í fyrsta sinn og svo snúa þeir Nuno Gomes, Ruben Amorim, Carlos Martins, Ricardo Quaresma, Ricardo Costa og Betoa aftur í hópinn.

Portúgal mætir Íslandi þann 7. október næstkomandi.

Portúgalski hópurinn:

Markverðir: Eduardo (Benfica), Beto (Cluj), Rui Patricio (Sporting).      

Varnarmenn: Bruno Alves (Zenit St. Petersburg), Joao Pereira (Sporting), Eliseu (Malaga), Rolando (Porto), Silvio (Atletico Madrid), Ricardo Costa (Valencia), Sereno (Cologne).      

 

Miðjumenn: Carlos Martins (Granada), Joao Moutinho (Porto), Miguel Veloso (Genoa), Paulo Machado (Toulouse), Raul Meireles (Chelsea), Ruben Micael (Real Zaragoza), Ruben Amorim (Benfica).           

Framherjar: Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Danny (Zenit St. Petersburg), Helder Postiga (Real Zaragoza), Nani (Manchester United), Ricardo Quaresma (Besiktas), Nuno Gomes (Braga).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×