Innlent

Fundarmenn gengu á dyr á Patreksfirði

Stærstur hluti þeirra tvö til þrjúhundruð manna sem mættu til fundar við Ögmund Jónasson innanríkisráðherra á Patreksfirði gengu á dyr þegar um hálftími var liðinn. Á fundinum var fjallað um þá ákvörðun Ögmundar að láta Vestfjarðarveg fara yfir tvo ása, fremur en í gegnum Teigsskóg.

Heimamenn segja að um einhvern fjölmennasta fund í sögu bæjarins sé að ræða og var hiti í fólki sem er afar óánægt með ákvörðun ráðherrans.

Fundurinn hófst á ávarpi ráðherra en síðan fór einn íbúa í pontu þar sem lesin voru upp drög að ályktun þar sem sagði að þolinmæði heimamanna væri á þrotum en að baráttunni væri ekki lokið. Nú þyrfti að kalla eftir aðstoð allra Íslendinga við að snúa ákvörðun Ögmundar við.

Að því búnu skoraði íbúinn á fundargesti að lýsa yfir stuðningi við ályktunina með því að ganga á dyr og urður tveir þriðju hlutar fundargesta við þeirri áskorun.

Þeir sem eftir sátu eru að sögn fréttamanns á staðnum flestir stjórnmálamenn og fulltrúar sveitastjórna á svæðinu, þorri almennra íbúa gekk hinsvegar á dyr.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.