Enski boltinn

Myndi labba yfir heit kol til þess að fá landsliðsþjálfarastarfið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stóri Sam er alltaf líflegur á hliðarlínunni.
Stóri Sam er alltaf líflegur á hliðarlínunni. vísir/getty
Sam Allardyce dreymir enn um að þjálfa enska landsliðið og hann leggur þann draum ekkert á hilluna þó svo hann sé farinn að þjálfa í B-deildinni.

Fabio Capello hættir væntanlega með enska landsliðið eftir næsta sumar. Allardyce var orðaður við starfið árið 2006 en þá var hann að stýra Bolton.

"Ég myndi labba yfir heit kol til þess að fá starfið. Ég er Englendingur og vil gjarna koma til greina eins og síðast. Til að það gerist þarf ég að standa mig vel í minni vinnu," sagði Allardyce sem stýrir liði West Ham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×