Fótbolti

Malmö tapaði á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sara Björk, lengst til vinstri, á æfingu með íslenska landsliðinu.
Sara Björk, lengst til vinstri, á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Anton
Sænsku meistararnir í Malmö töpuðu í kvöld fyrir ítalska liðinu Tavagnacco í fyrri viðureign liðanna í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki.

Landsliðskonurnar Þóra Björg Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir léku báðar allan leikinn fyrir Malmö sem var 2-0 undir næstum allan seinni hálfleikinn. Nilla Fischer náði í dýrmætt útivallarmark fyrir þær sænsku á 89. mínútu leiksins.

Síðari viðureign liðanna fer fram í Svíþjóð í næstu viku og dugir Malmö þar 1-0 sigur til að komast áfram í 16-liða úrslitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×