Enski boltinn

Asamoah Gyan: Þetta var of spennandi tilboð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Asamoah Gyan í leik með Sunderland.
Asamoah Gyan í leik með Sunderland. Mynd. / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn, Asamoah Gyan, sagði í viðtali við fréttastofu Sky Sports að hann hafi ekki haft neinn annan kost en að yfirgefa Sunderland.

Gyan var lánaður til Al-Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, en hann verður hjá félaginu næstkomandi tímabil.

„Þetta var of gott tilboð til að neita," sagði Gyan við Sky Sports.

„Eftir að Sunderland samþykkti boðið frá Al-Ain gat ég fátt annað gert en að skrifa undir samning við félagið".

„Það verður spennandi að fá að spila í Sameinuðu arabísku furstadæmunum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×