Enski boltinn

Dalglish: Dómarar hafa dæmt okkur í óhag á tímabilinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kenny Dalglish á hlíðarlínunni gegn Stoke um helgina.
Kenny Dalglish á hlíðarlínunni gegn Stoke um helgina. Mynd. / Getty Images.
Knattspyrnustjóri Liverpool, Kenny Dalglish, hefur gefið það í skyn að dómarar í ensku úrvalsdeildinni hafi dæmt gegn félaginu það sem af er að leiktíðinni.

Stjórinn var allt annað en sáttur með frammistöðuna hjá Mark Clattenburg sem dæmdi leik Stoke og Liverpool um helgina en Skotinn telur að nokkur atvik hafi ekki fallið með þeim í leiknum.

Dalglish ætlar sér að ráðfæra sig við eigendur Liverpool um það hvernig félagið vilji taka á slíkum málum og hvernig þeirra sjónarmið komist faglega til skila.

„Við sem félag viljum sýna dómurum virðingu og ég hef reynt að gera það hingað til, ég verð einnig að bera virðingu fyrir félaginu“.

„Ef mér finnst eins og brotið sé á klúbbnum þá verð ég að tjá mig um það, en það mun ég gera í samráði við eigendur félagsins“.

„Í byrjun tímabilsins hafa dómar ekki fallið með okkur. Það síðasta sem ég vill gera er að skaða liðið enn meira og því mun ég ræða við eigendur klúbbsins um málið“.

„Við áttum skilið mun meira frá leiknum gegn Stoke um helgina. Ef við verðum alltaf fyrir barðinu á hlutum sem við stjórnum ekki þá á félagið ekki möguleika í toppbaráttunni í vetur,“ sagði Dalglish við fjölmiðla ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×