Enski boltinn

Torres þarf að útskýra ummæli sín

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Spænski framherjinn Fernando Torres hefur verið beðinn um að útskýra ummæli sín í viðtali á Spáni þar sem hann á að hafa sagt að eldri leikmenn Chelsea væru mjög hægir.

Torres hefur sjálfur sagt að enska þýðingin á viðtalinu sé röng en Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, vill að Torres útskýri mál sitt þó svo hann ætli ekki að sekta hann.

Villas-Boas ætlar sér að fá upprunalegu útgáfuna af viðtalinu og fara yfir málið sjálfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×