Enski boltinn

Mancini: Ákveðin þreytumerki á leik liðsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mancini í leiknum í dag.
Mancini í leiknum í dag. Mynd. / Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var mjög svo ósáttur við niðurstöðuna hjá liðinu í dag en Man. City gerði jafntefli við Fulham 2-2 eftir að hafa skorað fyrstu tvö mörk leiksins.

„Ég held að leikmenn mínir hafa haldið að leikurinn væri búinn þegar við komumst í 2-0, en í ensku úrvalsdeildinni er leikurinn aldrei búinn“.

„Ég sá ákveðin þreytumerki á leik liðsins, en við spiluðum erfiðan leik í vikunni í Meistaradeild Evrópi. Það afsakar samt sem áður ekki neitt, ef þú nærð svona góðri forystu þá verður liðið að taka stjórn á leiknum og klára hann“.

„Við áttum að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum, en þá stjórnuðu við leiknum. Ég er virkilega svekktur að hafa ekki hirt öll stigin“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×