Enski boltinn

Er Arsene Wenger að safna fyrirliðum hjá Arsenal?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie, fyrirliði Arsenal og Thierry Henry, fyrrum fyrirliði Arsenal.
Robin van Persie, fyrirliði Arsenal og Thierry Henry, fyrrum fyrirliði Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal var í aðalhlutverki á lokadegi félagsskiptagluggans í gær en Arsene Wenger náði í fimm nýja leikmenn áður en glugginn lokaði. Þrír af þessum fimm leikmönnum eru eða voru fyrirliðar í sínum liðum og þar með eru níu fyrirliðar sem spila með Arsenal-liðinu í dag. Hollendinginn Robin van Persie, sem ber fyrirliðaband Arsenal, er einn þeirra þótt að hann sé ekki fyrirliði síns landsliðs.

Arsenal-liðið hefur oft mátt þola gagnrýni á að það vantaði leiðtoga í liðið en það er ekki hægt að sjá annað út úr þróun mála á Emirates að stjórinn Arsene Wenger sé hreinlega að safna fyrirliðum.

Í Arsenal-liðinu í dag leika sjö fyrirliðar landsliða og áttundi fyrirliðinn er síðan Robin van Persie sem hefur stundum borið fyrirliðabandið hjá hollenska landsliðinu. Þá má einnig taka inn í þennan hóp Þjóðverjann Per Mertesacker sem var fyrirliði Wersder Bremen áður en Arsenal keypti hann í gær.

Níu fyrirliðar í Arsenal-liðinu í dag:

Robin van Persie, fyrirliði Arsenal

Thomas Vermaelen, fyrirliði Belgíu

Aaron Ramsey, fyrirliði Wales

Andrey Arshavin, fyrirliði Rússlands

Tomas Rosický, fyrirliði Tékklands

Marouane Chamakh, fyrirliði Marokkó

Park Chu-Young, fyrirliði Suður-Kóreu

Yossi Benayoun, fyrirliði Ísrael

Per Mertesacker, var fyrirliði Werder Bremen




Fleiri fréttir

Sjá meira


×