Fótbolti

Forráðamenn Porto pirraðir út í Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andre Villas-Boas.
Andre Villas-Boas. Mynd/Getty Images
Það virðist hafa farið mikið í taugarnar á forráðamönnum Porto þegar enska knattspyrnufélagið Chelsea náði að landa Andre Villas-Boas, en hann var knattspyrnustjóri Porto á síðustu leiktíð.

Chelsea bauð í gær 22 milljónir punda í Alvaro Pereira frá Porto en tilboðinu var þverneitað en talið er að Porto hafi neitað tilboðinu aðeins til að fara undir skinnið á Roman Abramovich, eiganda Chelsea. Pereira hafði farið fram á sölu frá félaginu í sumar og vildi elta Villas-Boas til Chelsea.

„Porto stóð ekki við þau loforð sem félagið hafði gefið okkur," sagði Flavio Perchman, umboðsmaður Alvaro Pereira við fjölmiðla í Portúgal.

„Á síðustu leiktíð var okkur tilkynnt að leikmaðurinn yrði seldur ef tilboð upp á 18 milljónir punda myndi berast í Pereira, en það gekk ekki eftir".

„Það sást alveg frá byrjun að félagið myndi ekki hlusta á nein tilboð frá Chelsea. Pereira hefur gefið allt til félagsins, því er þetta döpur framkoma hjá forráðamönnum Porto".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×