Enski boltinn

Jordan Henderson skoraði í stórsigri Englendinga á Aserum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson í leiknum í kvöld.
Jordan Henderson í leiknum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Englendingar unnu 6-0 sigur á Aserbaídsjan í hinum leiknum í riðli íslenska 21 árs landsliðsins í undankeppni Em 2013. Jordan Henderson, leikmaður Liverpool og fyrirliði enska liðsins, skoraði þriðja mark liðsins í leiknum.

Sigur Englendinga var mjög öruggur, Craig Dawson, varnarmaður West Brom kom þeim í 1-0 á 5. mínútu og á 21. mínútu skoraði Henri Lansbury, sem Arsenal lánaði í gær til West Ham.

Mark Jordan Henderson kom síðan á lokamínútu fyrri hálfleiksins. Lansbury og  Dawson bættu síðajn við mörkum í seinni hálfleik og sjötti maðurinn til þess að komast á markalistann var varamaðurinn Martyn Waghorn sem leikur með Leicester.

Henri Lansbury átti stórleik því hann átti þátt í fjórum markanna, skoraði sjálfur tvö og lagði síðan upp önnur tvö mörk fyrir félaga sína.

Meðal þekktra leikmanna í enska liðinu voru auk markaskoraranna; Jack Rodwell hjá Everton, Alex Oxlade-Chamberlain hjá Arsenal og Nathan Delfouneso hjá Aston Villa.

Ísland mætir enska liðinu á Laugardalsvellinum 6. október næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×