Fótbolti

Rúrik mætir liðsfélaga sínum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar
Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason Mynd/Nordic Photos/Getty
Rúrik Gíslason verður væntanlega í byrjunarliði íslenska landsliðsins gegn Noregi í kvöld en að öllum líkindum verður liðsfélagi hans frá OB í Danmörku settur gegn honum í norska liðinu.

Rúrik leikur á hægri kantinum og myndi öllu jöfnu fá að glíma við John Arne Riise, vinstri bakvörð norska landsliðsins. Hann er hins vegar meiddur og er búist við því að Espen Ruud, leikmaður OB, fylli skarð hans í kvöld.

Ruud er 27 ára gamall varnarmaður sem getur spilað bæði sem hægri og vinstri bakvörður og á hann alls ellefu landsleiki að baki. Hann gekk til liðs við OB árið 2008 en Rúrik kom til félagsins ári síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×