Mikil forföll í norska landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar 2. september 2011 12:00 John Arne Riise er meiddur. Mynd/Nordic Photos/Getty Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, neyðist til að stilla upp nokkuð breyttu liði gegn Íslandi í kvöld frá síðustu leikjum sínum í undankeppni EM 2012. Nokkuð er um meiðsli í norska landsliðinu en þeir John Arne Riise og Morten Gamst Pedersen, leikmenn Fulham, hafa báðir þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þá er yngri bróðir Riise, Björn Helge, að jafna sig eftir meiðsli og verður tæplega með í kvöld. Hann er þó í hópnum. Þá er John Carew ekki í góðu leikformi eins og stendur en samkvæmt norskum fjölmiðlum er hann einfaldlega of þungur. Þeir veðja á að Carew verði ekki í byrjunarliði Noregs í kvöld, heldur Moa, framherji þýska liðsins Hannover 96. Sá hefur byrjað leiktíðina mjög vel í Þýskaland og skorað þrjú mörk í fjórum deildarleikjum auk þess að skora eitt mark í Evrópudeildinni. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær að þetta muni varla koma til með að veikja norska liðið. „Þeir (John Arne) Riise og Pedersen eru báðir frábærir leikmenn sem eru að spila með stóru liði í boltanum. Auðvitað er slæmt fyrir Norðmenn að missa út allan vinstri vænginn sinn en ég veit ekki hvort þetta muni veikja liðið þeirra,“ sagði Ólafur. „Það er greinilegt að sjálfstraustið í norska liðinu er svo mikið að það er nánast sama hver kemur þangað inn. Þeir eiga marga fína fótboltamenn og ég held að það skipti litlu máli hverjir koma inn í þeirra stað. Norðmenn munu alltaf geta stillt upp öflugu liði.“ Noregur vann góðan 3-0 sigur á Tékklandi í síðasta æfingaleik sínum og eru því á miklu og góðu skriði. Áðurnefndur Moa skoraði tvö marka Noregs en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá líklegt byrjunarlið Norðmanna í kvöld:Markvörður: Rune Jarstein, Viking.Hægri bakvörður: Tom Högli, Club Brugge.Miðverðir: Brede Hangeland, Fulham og Kjetil Wæhler, Álaborg.Vinstri bakvörður: Espen Ruud, OB.Varnartengiliður: Henning Hauger, Hannover 96.Sóknartengiliðir: Christian Grindheim, FCK og Alexander Tettey, Rennes.Hægri kantur: Erik Huseklepp, Portsmouth.Vinstri kantur: Jonathan Parr, Crystal Palace.Sóknarmaður: Mohammed Abdellaoue (Moa), Hannover 96. Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira
Egil Olsen, landsliðsþjálfari Noregs, neyðist til að stilla upp nokkuð breyttu liði gegn Íslandi í kvöld frá síðustu leikjum sínum í undankeppni EM 2012. Nokkuð er um meiðsli í norska landsliðinu en þeir John Arne Riise og Morten Gamst Pedersen, leikmenn Fulham, hafa báðir þurft að draga sig úr hópnum vegna meiðsla. Þá er yngri bróðir Riise, Björn Helge, að jafna sig eftir meiðsli og verður tæplega með í kvöld. Hann er þó í hópnum. Þá er John Carew ekki í góðu leikformi eins og stendur en samkvæmt norskum fjölmiðlum er hann einfaldlega of þungur. Þeir veðja á að Carew verði ekki í byrjunarliði Noregs í kvöld, heldur Moa, framherji þýska liðsins Hannover 96. Sá hefur byrjað leiktíðina mjög vel í Þýskaland og skorað þrjú mörk í fjórum deildarleikjum auk þess að skora eitt mark í Evrópudeildinni. Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, sagði á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í gær að þetta muni varla koma til með að veikja norska liðið. „Þeir (John Arne) Riise og Pedersen eru báðir frábærir leikmenn sem eru að spila með stóru liði í boltanum. Auðvitað er slæmt fyrir Norðmenn að missa út allan vinstri vænginn sinn en ég veit ekki hvort þetta muni veikja liðið þeirra,“ sagði Ólafur. „Það er greinilegt að sjálfstraustið í norska liðinu er svo mikið að það er nánast sama hver kemur þangað inn. Þeir eiga marga fína fótboltamenn og ég held að það skipti litlu máli hverjir koma inn í þeirra stað. Norðmenn munu alltaf geta stillt upp öflugu liði.“ Noregur vann góðan 3-0 sigur á Tékklandi í síðasta æfingaleik sínum og eru því á miklu og góðu skriði. Áðurnefndur Moa skoraði tvö marka Noregs en hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Íslandi á Laugardalsvelli í fyrra.Hér fyrir neðan má sjá líklegt byrjunarlið Norðmanna í kvöld:Markvörður: Rune Jarstein, Viking.Hægri bakvörður: Tom Högli, Club Brugge.Miðverðir: Brede Hangeland, Fulham og Kjetil Wæhler, Álaborg.Vinstri bakvörður: Espen Ruud, OB.Varnartengiliður: Henning Hauger, Hannover 96.Sóknartengiliðir: Christian Grindheim, FCK og Alexander Tettey, Rennes.Hægri kantur: Erik Huseklepp, Portsmouth.Vinstri kantur: Jonathan Parr, Crystal Palace.Sóknarmaður: Mohammed Abdellaoue (Moa), Hannover 96.
Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Parma bjargaði sér frá falli á elleftu stundu Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Meistararnir stimpluðu sig út með öruggum sigri United gerði út um Meistaradeildardrauma Villa Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Palace tókst næstum að skemma bikargleði Liverpool Íslenskt sigurmark í Íslendingaslagnum Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Sjá meira