Fótbolti

Ísland oftast spilað við Noreg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar
Veigar Páll Gunnarsson í leik gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum.
Veigar Páll Gunnarsson í leik gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum. Mynd/Anton
Ísland leikur í kvöld sinn 30. landsleik við Noreg frá upphafi en íslenska landsliðið hefur aldrei mætt neinu liðið oftar en því norska. Ísland hefur unnið sjö af leikjunum 29 til þessa.

Fimm af þessum leikjum hafa lyktað með jafntefli en sautján eru norskir sigrar. Við höfum aðeins tapað oftar fyrir einni þjóð - Dönum sem við höfum mætt 22 sinnum.

Ísland hefur oftast unnið Færeyjar eða í 21 skipti. Næstoftast hefur Ísland unnið Möltu, alls tíu sinnum, en Noregur er svo næst á listanum. Markatalan í leikjunum okkar gegn Noregi er 17-28, Norðmönnum í vil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×