Fótbolti

Birkir: Ekkert betra en að spila gegn Noregi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Osló skrifar
„Ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Það er ekkert jafn skemmtilegt og að mæta norska landsliðinu," sagði Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska liðsins, við Vísi í gær.

Birkir hefur búið í Stafangri í Noregi frá ellefu ára aldri og því eftirvæntingin sérstaklega mikil hjá honum.

„Ég hef spilað einn A-landsleik gegn Noregi og fleiri með yngri landsliðunum," sagði hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan eða með því að smella hér.

„Ég þekki suma strákanna ágætlega eftir að hafa spilað í norsku úrvalsdeildinni í 6-7 ár," bætti Birkir við en hann segir stemninguna í íslenska liðinu góða.

„Við erum margir strákar úr U-21 liðinu í hópnum og við þekkjumst því vel þaðan. Stemningin er því ekki mjög frábrugðin því sem ég þekki þaðan þó svo að við séum með nokkra reynslubolta í hópnum líka."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×